Ég held að Danir séu búnir til úr öðru efni en við hin. Örugglega
salti. Það meiga ekki falla þrír dropar úr lofti, þá eru þeir hættir öllu því sem þeir kunnu að vera að gera og farnir inn; Og þeir læsa sko á eftir sér svo að regnið komist ekki inn. Börnin eru sérstaklega viðkvæm. Þau eru klædd í regngalla, þeim pakkað inn í plast, látin spenna upp regnhlíf og umsvifalaust send inn. Ekkert er eins ógeðslegt og blaut börn, það vita nú allir.