Ég veit hvernig maður getur bjargað sér fyrir horn ef maður er í klikkaðislega lélegu formi og ætlar að fara að hlaupa úti. Ekki það að ég sé eitthvað að spá í því, síður en svo. En ef einhver er að pæla í þessu þá er málið að verða sér út um voða pró teyjubindi og setja um hné sér ( það sést best á hnénu nebblega). Bera sig svo ferlega illa við hlaupin og stynja voða mikið og svona, þá halda allir að maður sé að glíma við
íþróttameiðsl!