Jæja núna ætla ég að deila með ykkur minni bestu uppskrift hingað til.
Maður tekur möndlurnar, súkkulaði stubbana og bingókúlurnar sem mamma manns sendir manni í tilefni afmælis sonar mans ( NB sem maður tímir ekki að bjóða gestunum uppá) og setur í grænt sívalt plastbox með loki. Fær sér við og við úr því í þrjár vikur og svo þegar er tæplega helmingur eftir setur maður það á eldarvélarhellu. Svo fær maður manninn sinn til að elda pasta á föstudagskvöldi á næstu hellu við plastboxið. Hálftíma eftir mat, á meðan börnin eru í baði fær maður sér ilmandi volgar og hálfbráðnaðar karamellur. mmmmmmm