Nú er ég orðin svo þroskuð að þegar börnin mín eru bæði önug og ómöguleg á morgnana læðist stundum að mér sá grunur að það gæti haft eitthvað með mig að gera. Kannski ég hafi bara verið önug og ómöguleg í morgun en ekki þau.
Arnaldur byrjaði reyndar daginn á að éta upp úr sykurkarinu, það getur ekki verið gott fyrir neinn. Þorbjörg var hins vegar svo þreytt í fótunum að hún komst eki fram úr. Ég skil að hún sé þreytt eftir allt labbið, alla leið úr sínu rúmi og í mitt, á hverri nóttu.
Ég er að hugsa um að verða aldrei einstæð móðir