Sko, við flugum til þriðju sæstu borgar Búlgaríu. Hún heitir Varna ( BAPHA ) og þaðan keyrðum við á stað sem heitir Albena og þar vorum við svo meira eða minna í tvær vikur. Málið er bara að Albena er eiginlega ekkert Búlgaría, bara "túrista-eitthvað". Algerlega, fullkomlega gelt. ( var ég að skrifa að þetta væri hundgá eða búið að gelda það??)
En sólin var heit og góð, sundlaug úti í garði, strönd niðri á strönd og svona eitthvað bara. Við fórum samt alveg líka til Búlgaríu, það fréttist mera að segja af okkur í
Bólevíu!
Við fórum bæði í borgina og í litla nálæga bæi það sem voru ekta búlgarar og allt, sígaunar og asnar og kallar með geitahjarðir og hei á hestvögnum.
En Albena er eiginlega bara frekar ógeðslegur staður. Ég er bara fegin að þurfa ekki að fara þangað aftur, enda engin ástæða til þess. Ég er voða brún og Siggi á rafmagnsgítar, svo við erum ofaná með þetta. En ég fer ekki ofan af því að skíturinn í Búlgaríu er skítugri en annar staðar þar sem ég hef komið.