Obb bobb obb !!!!
mánudagur, febrúar 23, 2004
|
 
Á laugardagskvöldi? fór ég á voða skrítna leiksýningu. Henni hefur veri? lýst hér sem innsetningu eða gjörningi í gagnrýni, en samt er etta leikhús og gangnrýnin hefur verið góð. Við Siggi fórum á extra langa sýningu, sem var frá kl: 20 til kl: 08 en við entumst samt ekki allan tímann.
Það var hleypt inn í hollum og fyrst gekk maður inn í myrkvaðan gang og svo inn í salinn. Þegar þangað kom, var manni skipað úr skónum af höstum kerlingum, sem tuðuðu yfir því hvað maður væri lengi og töngluðust á að þær hefðu mikið að gera. Hjá þeim fékk maður svo númer og þurfti að fara með það í afgreiðsluna til að láta skrifa sig inn, það var svoleiðis stimplað og skrifað og fyllt út og svo fékk maður númer sem maður þurfti að passa uppá og hafa tilbúið ef maður yrði skrifaður upp. Skapvondu kerlingarnar gengu um salinn og tékkuðu á því að áhorfendur gerðu ekkert af sér. Við vorum skrifuð upp fyrir að setjast á sviðsbrúnina og skömmuð í kjölfarið. Ef maður þurfti að fara á klósettið varð maður að skila númerinu og fá einhver annan passa til að komast út og svo varð maður að skrá sig aftur inn að klósettferð lokinni.

Salurinn, sem er svona meðal íþróttasalur að stærð, blasti svo við baðaður rauðri birtu. Allt var í einhverskonar eftirstríðsárafíling, sjúkrarú?m á aðra höndina, hótelrúm á hina, langborð, skúlptúr, sem í héngu einhverjar kynjaverur, og bílhræ í miðjunni. Undarleg tónlist fyllti svo upp í sýningarsvæðið og hún var svo áhrifarík að allt í einu var ég orðin voða döpur án nokkurs tilefnis.

Leikarana þekkti maður á því að þeir voru í skóm og svo átti maður bara að ganga um og hnísast í eigur þeirra og tala við þá til að ná því hvað leikritið gekk út á.

Það var ekki að virka í okkar tilfelli. Og reyndar voru mjög fáir áhorfenda aktífir, þ.e.a.s. eitthvað að blanda geði við leikarana. Við lásum nokkrar dagbækur, skoðuðum myndir og töluðum við Hollí Wood sem var í ástarsorg af því að maðurinn hennar var stunginn af og svo vorum við bara alveg uppgefin og fórum heim í miðjum klíðum.

Þetta var samt allt voða vel gert, allt útpælt og proppsað í botn en fyrir áhorfendur, eins og okkur, (og örugglega flesta) sem eru vanir að láta mata sig á leiksýningum, var þetta allt of erfitt eitthvað og mikið mál.
Samt langar mig að fara aftur og komast að því hvað málið er. Ég hef varla hugsað um annað síðan á laugardaginn og mér er ekki vel rótt með að hafa farið að sjá einhverja snilld og ekki skilið baun!
 
Comments: Skrifa ummæli



<< Home

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com