Þá er hann kominn aðfangadagur.
Juleaftensdag, heitir hann á dönsku og aðfangadagsmorgun hlýtur þá að vera
juleaftensdagsmorgen. En á morgun þá kemur, ef guð lofar, jóladagur sem er á dönsku
juledag. Jólakvöldið er þá auðvitað
juledagsaften. Það er sem betur fer engin hætt á að rugla þessu tvennu saman;
juledagsaften og
juleaftensdag, sérstaklega ekki ef maður hefur í huga að
lille juleaften var í gær!