Þá er stóri skonsudagurinn runninn upp. Þarf að baka miljón skonsur fyrir markaðinn á morgun, eða kannksi frekar fimmtíu.
Svo er það hitt verkefni dagsins, öllu vandasamara, en það er að kaupa mér bol/blússu/topp/fyrir partíið í kvöld. Það hljómar svo sem nógu auðveldlega en vandinn liggur í því að um þessar mundir er greinilega alls ekki í týsku að hafa ermar á svona flíkum og auðvitað þarf ég þá að vilja það sem er ekki til. Það er nú einu sinni vetur á þessu skeri og ég get ekki hugsað mér að fara að galgopast norður í bæ án erma. Svo nú er bara að vona að einhverstaðar, kannski á einhverri fornsölu, leynist einn sparilegur erfripartur með ermum.