Fyrir sjö árum vann ég mína síðustu vakt á hinum mikilfenglega vinnu- og skemmtistað Café au lait, hún var tvöföld.
Fyrir sjö árum var í síðasta sinn opið á Café au lait og ég blandaði og seldi einhverja merkilegursu drykki sem ég hef á æfi minni blandað; piparmyntulíkjör í eplasafa, kalúa í malt, creme de cassis í mjólk.
Fyrir sjö árum var tregablandin hamingja í Hafnarstræti 11.
Fyrir sjö árum spilaði Palli og fleyri náungar á bongótrommur í Hafnarstætinu eftir lokun, við lítinn fögnuð íbúa götunar.
Fyrir sjö árum álpaðist ég heim með náunga með sítt hár, í fjórða skiptið síðan rétt fyrir jól.
Fyrir sex árum, mínus tveir dagar, fæddist mér og náunganum dóttir.
Siðan höfum við gift okkur og eignast eitt afkvæmi til.
Í kvöld hámar hann í sig popp yfir ægilegum spennutrylli á meðan ég held upp á daginn með bjór og tölvu.
Verður þetta betra?