Ég er alveg að missa tökin á henni dóttur minni. Hef satt að segja ekki hugmynd hvað ég á að gera við hana eða hvernig ég á að taka á henni. Það er orðið svo slæmt að nágranninn sagði að það væri ágægjulegt ef ég kæmist í gegnum daginn án þessa að berja hana. Reglulega ánægjulegt. Ég vona þá að þessi dagur verið jafn ánægulegur og allir aðrir hingað til. Merkilegt hvað svona lítil stelpa á auðvelt með að toga í rétta strengi svo ég gjörsamlega fríka út á hálfri mínútu. Stend froðufellandi og örkrandi svona um það bil helming af tímanum sem við eyðum saman. Held ég, ég hef svo sem ekki hugmynd um það hvað þetta er slæmt en þar sem ég er gjörsamlega með þetta á heilanum svo mér finnst ég alltaf vera að skammast. Ohhh, frekar ömurlegt að vera ég þessa dagana. Og þó að það sé fullt af fólki sem hefur það miklu miklu verra en ég, þá getur mér samt alveg liðið illa.