Ég er búin að endurheimta trú mína á jólasveina. Í morgun bárust tveir kassar af dóti og stöffi frá Íslandi, ég sá engan póststimpil, en mig grunar að þeir komi úr Esjunni. Alger hundaheppni að krakkarnir fengu ekki að opna kassana áður en þeir lögðu af stað í skólan. Ég er alla vega himinn lifandi þó mér finnist vanta smá bréfstúf ( hehe, bréfSTÚF).
það er síðasti séns fyrir mig að læra setningargreiningu almennilega fyrir jólin. Veit samt ekki hvort ég eigi eitthvað að vera að því, það væri synd ef ég myndi svo bara gleyma öllu yfir hátíðarnar. Gerði prótítýpu af skonsuhjörtunum í gær........bjútífúl, þú ég segi sjálf frá. Það verður slegist um þetta á markaðinum. Æ gess æ em som kænd of a súperstar.....