Ég stóð mig ótrúlega illa í jólboðinu í gær ( ekkert skrítið kannski, úttroðin af epli...), kom seint og fór snemma. Reyndar hafði ég AG mér til afsökunnar. Hann var sofandi þegar partýið byrjaði og svo þegar við komum og allt í fulum gangi, vorum við bæði bara svo öfugsnúin að við fórum fljótlega heim aftur. Það var líka miklu betra, bara rólegheit. En nú þarf ég að fara að byrja að borða klukkan orðin tíu og ég ekki búin að fá mér neitt nammi....ekki eitt!