Í gær uppfylltist draumur sem ég er búin að eiga frá því að ég man eftir mér. Í tívolí voru svona rólur sem fara hátt og snúast í hring, svona eins og eru í öllum bandarískum bíómyndum ef farið er í skemmtigarð eða markað. Það vara rosalega gaman í þeim, mann kitlaði í magan allan tíma en eftir að ég kom heim var ég svolítið sorgmæd yfir að eiga þetta ekki lengur eftir. Þess vegna ætla ég ekki að lesa Gerplu fyrr en ég er orðin gömul. Ég heyrði nefnilega Böðvar Guðmundsson segja einhvertíma að honum þætti óskaplega leiðinlegt að eiga ekki eftir að lesa Gerplu af því að hún væri svo skemmtileg. Ágætt að geta lært af mistökum annarra.