Jæja. Við erum ennþá heima, en vonandi er þetta síðasti dagurinn. AG er svo frískur að við þurfum að drífa okkur út að hlaupa eða eitthvað.
Síðan síðast er ég búin að syngja inn í tölvu. Svolítið tómlegt svona eftir á að horfast í augu við að söngframinn sé allur. Það var miklu rómantískara að eiga þetta eftir. Vonandi fæ ég að vera með í fjöldasöngnum, þá ætla ég sko að vera með geggjaða stjörnustæla....hehe.
Annars er ég að framleiða jólamerkimiða sem verða seldir á einhverrjum samnorrænum jólamarkaði um helgina. Einnig verða til sölu skonsuhjörtu eftir sama höfund á sama stað og tíma.