Mikið var gott að skríða örþreitt og pakksödd upp í rúm klukkan tíu í gærkvöldi eftir skautaferð og grænmetissúpu með The Elgaards. En þrátt fyrir hátt í tíu tímasvefn, þá er ég bara ennþá hundþreitt en er samt bara búin að sofna einu sinni fram á bókina sem ég er að lesa. Er sko nefnilega að lesa mér til um rómantíkina í enskri ljóðagerð og ætla svo að skrifa um hana ritgerð á morgun. Reyndar ætla ég líka að bjó'a famelíunni í jólatívolí seinnipartinn í dag. Túrpass og allan pakkan barasta og enda á að bjóða þeim út að borða áður en við höldum heim í háttinn. Ég fæ stundum gjörsamlega nóg af því að vera alltaf að spara allt við okkur svo nú ætla ég bara að brýna vísakortið og reiða til höggs í tívolí.
Annars var helgin bara meinhæg ef undan er skilið smá partý á móti á laugardaginn en það var nú svo yfirvegað ( eða ég í því... ) að það skemmdi ekkert sunudaginn en átti þó líklega einhvern hlut í þreytu gærkvöldsins.
Pósturinn truflaði lesturinn aðeins í morgun (og lílega hefur hann bjargað mér frá því að sofa) og kom með fangið fullt af jólapökkum til okkar, jibbíkóla og ég er bara frain að hlakka smávegis til jólana. En nú hætti ég og fer að lesa meira, því það er alveg greinilegt að ég hef ekkert að segja og er bara að bulla eitthvað til að losna við að lesa........og það gengur ekki.