Í nótt dreymdi mig að ég dræpi mann með berum höndum. Hann hét Atli og ætlaði sjálfur að drepa mig með kjötsax, svo það var í sjálfsvörn. Einnig dreymdi mig að Björn Rafnar dytti ofaní göturæsi og þar oní var straumhörð á en samt náði ég að hlaupa að næsta brunni og veiða Björn uppúr áður en hann druknaði. Og að lokum dreymdi mig að ég var að kaupa mér vikumiða til íslands á netinu með Icelandair frá 22. janúar fyrir 14 krónur aðra leið. Fyrir hverju ætli þetta sé?