Skrítið að vera öll saman í svona fríi. Við sofum eins lengi og hægt er og förum seint að sofa. Borðum óhollan mat og horfum á vídeó. Í gærkvöldi dró ég famelíuna útí klukkutíma gönguferð fyrir svefninn í staðinn fyrir að sitja og glápa þangað til börnin sofnuðu fyrir framan imban. Annars er ekkert að frétta, enda ekki við því að búast úr aðgerðarleysinu og ég er ekki búin að finna út úr galmárs.......