Við Ag fórum í remíseperken og virtum fyrir okkur aumingja dýrin sem húktu í öll í drullusvaði. Eina kvikyndið sem var í stuði þarna, fyrir utan okkur auðvitað,var hani nýkominn úr mútum sem gólaði eins og hann ætti lífið að leysa. Ætli ég bregði ekki bara á það ráð að fara að borða svo ég hafi eitthvað að gera í janúar. En annars er mál málanna að finna út úr því hvar gamlárskvöldinu skal eytt og með hverjum.