Við Þorbjörg Salka sváfum til klukkan tíu. TÍU!! ég held að það hafi einu sinni gerst á þeim sex árum, mínus þrír dagar, sem hún hefur lifað. Svo láum við svolítið og kjöftuðum og átum morgunmat klukan að verða ellefu og núna finnst mér ég vera búin að missa af deginum. Finnst eins og ég hafi skrópað í einhverju og svikist undan. Samviskusemin að sliga mig.
En nú skal haldið af stað að leita að reiðhjóli fyrir afmælisbarnið, ætli það verði ekki hefði að gefa henni hjól á þriggja ára fresti. Svo þarf að undirbúa veislu aldarinnar, baka bangsakökur og svona.......