Ég er greinilega alveg gjörsamlega stjórnlaus þegar að svefni kemur og merkilegt að ég skuli ekki bara sofa útí eitt, loksins þegar ég get það. Níu tímar í nótt og níu þar áður og tíu á undan því! Ég hlýt líka að verða rosalega falleg eftir þetta allt saman. Eru ekki fegurðardrottningar heimsins sífellt að tala um að svefn sé lykilatriði þegar kemur að fegurð?
En málið er bara að ég er ekki alveg að njóta þessa sem skildi. Í fyrsta lagi er rúmið mitt ekkert sérstaklega gott þannig að ég er aum í bakinu eftir þessar löngu legur. Og í öðru lagi fæ ég svona líka svakalegan móral ef ég drullast ekki á lappir klukkan átta. Ekki spyrja mig af hverju. það er ekkert sem ég ætti að vera að gera annað en að sofa ef út í það er farið.
Í kvöld er ég búin að bjóða mér í mat hjá nágrönnum Blixen og þangað ætla ég að taka með mér tannbursta og náttföt og gera allt sem í mínu valdi stendur til að missa af síðustu lestinni heim, svo ég geti sofið í almennilegu rúmi næstu nótt.