Sumarfríið formlega á enda og það er farið að rigna.
Þetta er svona ljúfsár dagur; gott að fá hafragrautinn sinn og hlaupatúrinn aftur, en voða vont að skilja börnin eftir grátandi og hundfúl á stofnunum. Sjálf er ég angurvær, þarf að hringja í lín og ískápshurðin er endanlega að syngja sitt síðasta held ég.