Við erum smám saman að skríða saman eftir fríið. Ég er ekki eins angurvær og í gær ( tilvalin setning í dægurlagatexta) og er að skera óhollustuna niður, slapp naumlega með tvær karamellur og einn bjór í gær. Arnaldur fór ekki grátandi á leikskólann en það sló aðeins saman fyrir honum eftir að við höfðum skilað ÞS á frítíðs. Þá sagði ég "jæja, þá förum við í leikskólann!" Hann brosti út að eyrum og sagði undurblítt: "Eigum við bara að fara tvö í leikskóland, mamma?