Vinkona mín á afmæli í dag og ég er ekki búin að kaupa afmælisgjöf handa henni. Það finnst mér alveg glatað, ég er venjulega rosalega dugleg við að kaupa gjafir. Eða búa þær til. En núna er ég bara skömmustuleg heima hjá mér og vonast bara til að hún frétti þetta með gjafaleysið utan að og taki því blíðlega þegar við hittumst.