Obb bobb obb !!!!
fimmtudagur, febrúar 02, 2006
|
 
Ég er alger sökker fyrir ástarsögum. Þó að ég kannski trúi ekki á hina einu, sönnu, stóru ást, trúi ég á einhverskonar ást. Ég trúi til dæmis að það sé hægt að elska tvo einstaklinga af ástríðu á sama tíma. Í langan tíma. Ég trúi líka að eftir því sem maður elskar meira/fleiri því meiri ást hefur maður að gefa og getur þar af leiðandi elskað fleiri. Ég sá Brokeback Mountain í gær. Fannst hún falleg. Fannst líka Same time next year vera falleg. Maður þarf ekki endilega að hitta þann/þá sem maður getur elskað mest og best í lífinu fyrst. Og hvað á maður þá að gera?
Ég veit ekki hvort nágrannar mínir séu mjög ástfanging. Hann hljómar alla vega oft eins og honum líði ekki alveg vel, hann æmtir, frekar en að hann stynji. En þau eru mjög dugleg við að sofa saman þessa dagana. Getur það verið mælikvarði á ást? Stundum vorkenni ég honum, manninum og geng þá út frá því að hann sé ekki einn í þessum ástarleikjum, af því að ég er svo mikill sökker fyrir ástarsögum. Og stundum vorkenni ég honum oft á dag. Mér finnst að hún eigi að vera aðeins betri við hann, kærastan svo hann fari að gefa frá sér önnur hljóð, lægri. En oftast er ég nú bara ánægð með það hvað þetta tekur fljótt af. Það getur engin til lengdar látið þjáningar nágranna sína lönd og leið.
 
Comments:
Ertu að tala um Óla og Ingibjörgu?? Eða er það parið við hliðina á þér?

Meðan við bjuggum þarna voru fólkið þarna sem átti barnið sem grét svo rosa mikið. Eru þau ekki flutt? Hún stundi einmitt svona tímunum saman í bólinu. Stundum vandræðalegt þegar maður kom heim úr búðinni með Bergdísi með sér.
 
nei, ég veit ekkert hverjir þetta eru, vil heldur ekkert vita það, en þetta er fólk sem býr fyrir ofan mig einhverstaðar.
 
Nei, þetta eru ekki Pætursforeldrar, þau gera öðruvísi. Hljóðlegar. Og sjaldnar núna eftir að litla barnið fæddist.
Ég heyri líka vel í prentaranum þeirra, sem er í svefnherberginu. Heyri hvað þau eru að prenta!!!
 
vá hvað það verður spennandi að verða nágrannakona þín..... er alveg farin að hlakka til að skiptast á hljóðsögum yfir kaffi og vondu nikótíntyggjói....
 
Skrifa ummæli



<< Home

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com