Obb bobb obb !!!!
þriðjudagur, febrúar 14, 2006
|
 
Ég skil ekki alltaf hvernig orsök og afleiðing haldast í hendur. Kannski það að ég eigi tvö börn hafi eitthvað með það að gera. Ég vissi alveg þegar ég skilaði ritgerðinni í lok janúar að hún væri ekki góð, skilaði meira bara til að vera með, ekki endilega til að vinna. Vildi ekki hafa það á samviskunni að börnin myndu svelta bara af því að mamman nennti ekki að skrifa ritgerð. En samt fékk ég tár í augun þegar ég sá einkunnina mína. Af einhverjum völdum var ég alls ekki sátt við að fá bara sjö, þó ég hafi vitað fyrir fram að þetta var ekki ýkja merkilegur pappír. Af hverju í andskotanum hugsaði ég þá ekki út í það fyrr? Er mér ekki við bjargandi? Er ég ekkert annað en hálfviti þegar allt kemur til alls? Ég veit alveg að þetta hefði geta farið verr, ég hefði geta fengið sex eða "ikke beståed" eða jafnvel 03, hvað sem það nú þýðir.
Á leiðinni heim í sólinni, gróf ég risastóra holu í huganum en staðin fyrir að kasta mér ofan í hana þegar heim var komið og moka yfir, vippaði ég mér fimlega yfir hana. Settist við eldhúsborðið og fór að lesa. Kannski það sé enn smá von?
 
Comments:
það getur verið erfitt að vita upp á sig sökina.Svo ætlar maður alltaf að vera duglegri næst en...
 
Gott að þú fórst ekki ofan í go girl!
 
Reyndu að forðast svona holur í lengstu lög...! Þær eru stórhættulegar, maður heldur að það sé ekkert mál að komast uppúr þeim en svo þegar maður er kominn ofaní eru þær alltaf miklu dýpri en maður hélt og MJÖG erfitt að komast upp úr. Haltu áfram að vippa þér fimlega... Þó það virst erfitt líka...
 
sæl elskan, er að hugsa til þín og fimi þinnar! Fæ mér kaffi hugsa um hrökkbrauð með ost, tómata og hvítlaukskryddi. Yyyyndislegt.
 
Holur eru til þess að stökkva yfir!

og ótrúlega fín stígvél...verð ég að segja!!!
 
Já, sko þig!
Bara farin að hoppa/vippa... og lesa. Nú líst mér á þig.
 
you can do it baby!
 
Varstu ekki í rauðu stígvélunum þegar þú hoppaðir? Hlýtur að vera, þau eru geggjuð!
LiljaLoga
 
Skrifa ummæli



<< Home

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com