Obb bobb obb !!!!
miðvikudagur, september 20, 2006
|
 
Ég er búin að vera að læra síðustu daga. Get reyndar ekki sagt að ég kunni nokkuð meira fyrir vikið en ég er þó búin að lesa þó nokkuð. Eftir setu við bækur allan gærdaginn fór ég með AG í leikfimi og fríkaði út. Það er alveg spurning hver fór með hverjum í þetta skiptið, ég var alla vega ekki mikið með honum í frjálsa tímanum. Þann tíma brúkuðum við Herdís til að gera fimleikaæfingar með borða og þó ég segi sjálf frá vorum við nokkuð þokkafullar.
Arnaldur er annars fastur í steinasöfnunar fasa. Kemur heim úr leikskólanum með vasana fulla af grjóti fyrir mig og ég þarf að "mjúka" það allt um leið og það kemur upp úr vasanum. Í fyrradag voru stenarnir sextíu talsins. En hann færir mér ekki bara steina, blessaður, best er þegar hann tekur upp úr vasanum ryðgaðar skrúfur, gúmmíhringi, skinnur eða gamla ventla. Þá horfir hann djúpt í augun á mér, hallar undir flatt og segir undur bíðum róm: þetta er handa þér mamma. Og þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég verð glöð. Launa honum hvern hlut með kossi á vanga.
Annars held ég að ég sé farin að sjá í gegnum hann. Ég held að hann sé að reyna að múta mér til að kaupa fleiri bíla handa sér. Hann spyr mig á hverjum degi hvort ég sé búin að kaupa handa honum nýjan bíl og alltaf svara ég nei og svo þegar ég stend með ryðgaða skrúfu í höndunum og lítinn brosandi dreng fyrir framan nefið á mér þá hugsa ég með mér; af hverju kaupirðu ekki nýjan bíl handa þessum strák?
ÞS er líka upp á sitt besta. Nú er það skák sem á huga hennar allan, er búin að læra einhverjar opnanir og nokkrar Sikileyjarvarnir, eða hvað þetta nú heitir. Ég vona að hún geti kennt mér svolítið og svo verð ég að reyna að kaupa Sigurbjörn Björnsson til að æfa með henni þegar hann er á landinu. Hann er nefnilega eini "taflmaðurinn" sem ég þekki. Tungumálin tvö flækjast stundum fyrir henni dóttur minni, eins og ég held að sé reyndar með flest tvítyngd börn. Núna er hún á nokkrum dögum ekki bara búin að læra mannganginn, viðrukendar opnanir og varnir, heldur líka nöfnin á taflmönnunum, auðvitað. Mér finnst ekkert fyndið að hún skuli kalla hrókana turna, þeir heita það jú á dönsku. Öllu fyndnara er þegar hún kalla peðin baunir og biskupana skoppara! (Hér gæti ég komið með lagnar orðsyfjafræðilegar útskýringar á þessum mismælum, en það tæki fúttið úr þessu)
Ég sjálf er bara sæmilega góð. Vinstra hnéið hefur verið að angra mig eftir að ég fékk nýju skóna. Ég get nefnilega hlaupið svo langt og svo hratt í þeim að ég ofreyndi hnéið og hef ekkert getað hlaupið í marga daga. Svolítið spaugilegt. Annars er ég á leiðinni í afmæli til EÓM á laugardag en fyrst ætla ég á alvöru stefnumót í kvöld. Úúúúúú....
 
Comments:
Gott að heyra, sakna þín! koss og knús!
 
úllalla, koss handa mér??? en takk...
 
Þið eruð æði! Knús knús knús

EÓM...oh ég er svo léleg í svona skammstöfunum.....hver er EÓM?
 
gaman að svona ítarlegum fréttaskýringum, sérstaklega fyrir okkur sem búa handan við ganginn... :)
 
Já þú tókst þig alveg hrikalega vel út í fimleikaæfingunum, eins og pró manneskja.
 
EÓM er Einar Óli vinur minn. Hann er Matthíasson.
 
Já hann...
 
Skrifa ummæli



<< Home

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com