Obb bobb obb !!!!
þriðjudagur, nóvember 28, 2006
|
 
Í gær treysti ég mér ekki í sund eftir allan Freud sem ég hef lesið undanfarið, einhver -tilbaka-í-móðurkvið-fóbía. Venjulega fer ég líka í sund þegar ÞS fer á sundnámskeiðið, annaðhvort ein, til að synda, eða með AG, til að leika. En í gær sat ég sem sagt á bakkanum með hinum mömmunum ( af hverju fara pabbar ekki með börnin á sundnámskeið? Er þeim alveg sama þótt að börnin drukkni eða hvað?).
Ég hef löngum þótt með eindæmum afskiptarsöm og kalla ekki allt ömmu mína þegar kemur að stjórnsemi, en þarna á sundlaugarbakkanum var mér allri lokið og mér leið eins og engli, afskiptarlega séð. Við hlið mér sat móðir drengs sem sendi bendingar og skilaboð til hans allan hálftímann sem námskeiðið varði. Strákgreyið, sem svo sannarlega var á milli tveggja elda, sundkennarans og mömmunnar vissi ekkert með hvorum fætinum hann ætti að troða marvaðann. "syntu áfram", "vertu fljótur", "snúðu við" "bringusund", "settu á þig sundgleraugun, for fanden", "fylgstu með kennaranum". Ég skil ekkert í því að henni sé ekki hent út. Blessuðum drengnum gengur ekkert að læra að synda því hann er svo upptekinn og taugaveiklaður af og útaf mömmunni, sem við gætum alveg eins kallað Hitler.
Ég veit ekki hvort ég hafi ætlað mér að draga einhverja ályktun af þessu, en sá ásetningur er alla vega gjörsamlega horfinn mér núna. Líklega hef ég bara ætlað að upphefja sjálfa mig og tel ég það nú gert...
 
Comments:
vá það eru alveg eins mamma og pabbi sem eru við hliðina á mér þegar ég horfi á ísak í capueira, alltaf að stjórna frá vellinum, hræðilegt fyrir aumingja barnið sem verður alveg á taugum eins og þú segir.
 
Ég upplifi þetta líka sko á fótboltaæfingum, fatta ekki foreldrar að það er þjálfari á svæðinu, sem er að kenna þeim, ég er ekkert smá fegin að ég er þögull áhorfandi og ég er sammála síðasta ræðumanni "aumingja barnið".
 
óli s
Ég var á körfuboltaleik með Rannveigu þar sem 2 foreldrar létu svona eins og asnar, voru ekki hvetjandi eða jákvæðir , gerðu lítið úr mótherjanum og dómarinn fékk líka sitt, 'eg spurði þá hvort eir héldu að stelpunum þeirra liði betur með þessi neikvæðu köll og lætiog hvað áhrif þetta hefði á viðhorf barnana eftir nokkrumræður þá nennti ég ekki að tala lengur við foreldrana en í næsta leik heyrðist ekki neikvæð eða leiðileg orð frá þeim. Þau reyndu að vera hvetjandi og jákvæð. Það virðist sem margir foreldrar fái útrás fyrir eitthvað í leik barna sinna og þegar þeim er bent á að þau séu ekki góðar fyrirmyndir þá skammast flestir sín!
 
þú ert óborganleg Heiðrún, again! En verslings drengurinn, getur þú ekki óvart "ýtt" mömmunni útí?
En varðandi pabbana og hvort þeim sé sama hvort börnin drukkni, þá á ég mann sem ég er t.d. ekki alveg viss um að myndi fatta að þau væru að drukkna. Hann(maðurinn minn) fékk sér t.d. hund sl. vetur sem er fastagestur á lögreglustöðinni af því að það er manninum um megn að passa að hundurinn týnist ekki.
 
Hvað er capueira Dóra...mér er spurn?
 
bardagalist sl
 
bara banna foreldra:)
 
Kannski finnst pöbbum bara ekkert gaman í sundi! Hefur einhvejum nokkurntíma dottið það í hug? Það er til fólk, sérstaklega pabbar sem eiga afar erfitt með að þola sund. Ef væri ekki alltaf verið að troð börnum í sund þá þyrftu pabbar ekki að afa áhyggjur af því að börnin drukknuðu. Eða hvað?
 
Sigurlaug: hundurinn á líklega eftir að bjarga sér á sundi, ef hann lendir í sjávarháska...
bróðir: "Að synda er góð íþrótt" ( sagt með náttúrulífsmyndaröddu!)
 
Maðurinn minn er miklu duglegri að fara með M í sund en ég alveg miklu miklu duglegri...
 
hver er karlmaðurinn í ykkar sambandi?
 
jaah, stundum er það ég!!! held ég barasta, ég er farin að óttast skeggvöxt, bjórvömb jafnvel skalla... úff ég verð nú bara að drífa mig "bakvið eldavélina"!!!
 
já greinilega, og í sund!
 
Skrifa ummæli



<< Home

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com