Obb bobb obb !!!!
miðvikudagur, nóvember 29, 2006
|
 
Í mínum huga eru buxnavasar til þess að geyma, annars vegar, peninga í og hins vegar, mjög mikilvægar upplýsingar, skrifaðar á litla bréfmiða sem meiga alls ekki tínast. Símanúmer eða lykilorð sem skipta öllu máli. Börnin mín eru sárasjaldan með svona mikilvægar upplýsingar á sínum snærum, venjulega koma þau heim með upplýsingar á stórum A4 blöðum og þá yfirleitt margar í einu; jólaföndur 23, aðventukvöld 12. o.s.f.v.
Einmitt út af þessum hugsanarökleysum mínum, þe. að halda vasa bara fyrir peninga og miða, bíður mín alltaf eitthvað óvænt þegar ég tek úr þvottavélinni. Rafhlöður, perlur, kúlur, hausar af einhverjum fígúrum, smápeningar, tyggjó og mjög mikilvægir og tilfinningaþrungnir "goggar" svo eitthvað sé nefnt.
Börnin mín eru löngu búin að fatta að buxnavasar eru til margs brúks, en ég hef ekki almennilega fattað að þau séu búin að fatta...
 
Comments:
Ohhhh þekki þetta...svo kemur mamma voða hneyksluð á því að ég sé ekki búin að fatta þetta
 
Ohhhh þekki þetta...svo kemur mamma voða hneyksluð á því að ég sé ekki búin að fatta þetta
 
Þú mátt ekki gleyma óskasteinunum sem fylla yfirleitt alla vasa. (þannig var það á mínu heimili).
 
M varð voða ánægð um daginn og sagði: Takk fyrir mamma mín að þvo fínu steinana mína!
 
Einmitt... Ég held að ég geri þetta meðvitað, sko að leita ekki í vösunum þeirra af því að þá þarf að finna þessu dóti einhvern stað... það má nefnilega alls ekki henda þessu stöffi... og það kemst oftast upp um mann ef maður reynir að henda þessu í skjóli nætur því að næsti dagur byrjar alveg pottþétt á því að barnið sér dótið í ruslinu og þá upphefjast miklar rökræður um það hvort Carlsberg-bjórtappinn sé rusl eða gull, og þá fær maður samviskubit.
Það er miklu betra að þau verði bara leið yfir því að þetta eyðileggist í þvottavélinni af því að ÞAU gleymdu að taka þetta úr vasanum...
Spurning hvort það sé sniðugt að bíða þangað til að þvottavélin eyðileggst... Annars geri ég þetta reyndar ekki sko. Ég tek allt úr vösunum hjá stelpunum mínum og stilli því samviskusamlega upp inni í herberginu þeirra. Enda mjög meðvituð um hvað er börnum dýrmætt. :S
OK BÆ!
 
Skrifa ummæli



<< Home

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com