Obb bobb obb !!!!
laugardagur, nóvember 18, 2006
|
 
Um böggla og skammrif
Í gær var börnunum mínum boðið í strákapartý. Upphaflega áttu bara að vera í því strákar en ÞS tókst að troða sér með. Í partýinu var boðið upp á mat, ís, dans, tónlist, vídeó og næturgistingu. Nú, af því að ég hafið engin börn að passa, né nokkuð annað við að vera (les. nennti ekki að læra) þá fannst mér upplagt að fara út að borða og í bíó með kæró, sem ég og gerði. En ég var auðvitað með samviskubit yfir því að vera ekki með börnin mín allan tíman. Ég er farið að stór sjá eftir því að hafa látið klippa þessa blessuðu naflastrengi.

Ég er í vinnu, velborgaðri, einfaldri skúringavinnu sem ég fer í einu sinni í viku. Ég kann því ákaflega vel að fá peninga inn á reikninginn minn í hverjum mánuði. Svo finnst mér líka gott að komast aðeins burt, vera ein með sjálfri mér í friði til að láta hugann reika. Nágrannakonan mín góða, hún Ingibjörg, hefur nú tvisvar í röð boðið AG að vera hjá sér á meðan ég fer að skúra og ÞS fer í Íslensku skólan. Það er mjög gott, en eins og ég segi kæmi það ekki til ef naflastrengurinn væri enn streingdur á milli okkar mæðginana. En svo er nú ekki.
Ég fer á laugardagsmorgnum, í hendingskasti fyrst austur á brú með stelpuna og þaðan sem leið liggur norður yfir norður brú og alla leið upp í norðvest, sem er aðeins vestar en norðurbrú. Þegar þangað er komið skúra ég og þrýf eins hratt og ég mögulega get. Börnin gætu verið í einhverjum vanda sem engin nema ég get leist úr. Hendist svo aftur niður í Jónshús og haska ÞS heim á leið.
ÞS er alveg að verða átta, og þó maður sé alveg að verða átta getur verið erfitt að fóta sig í umferðinni í bænum, og einkum þó ef maður er á splunkunýju hjóli sem er í stærri kantinum. En móðirin, plöguð af samviskubiti, heldur stundum að það sé best að koma henni heim sem fyrst með því að öskra á hana í tíma og ótíma. Svo mikið oft, að meira að segja dösnkum þurrkuntum, sem eru einmitt frægar fyrir að öskra og garga á fólk og börn, og tuða og fussa, þykir nóg um. það gerði ég einmitt í dag og það gekk svo vel að blessað barnið fór að gráta undan móður sinni á miðri krónprinsessugötu.
Ekki læknaðist samviskubitið við það. Og ekki hjólaið stelpan neitt hraðar. En mér leið verr og verr.
Loksins þegar ég kom heim, öll í keng af stressi, með hausverk á stærð við Jökulsárlón, til að heimta drenginn úr helju, var hann sæll og glaður með besta vini sínum og móður hans á bókasafninu. Alveg skítsama um það hvort ég hafi flýtt mér eða ekki.
 
Comments:
Er ég þú eða þú ég... skiluru! Hvað er þetta eiginlega með okkur mömmurnar sem látum svona?
Eru ekki til einhverjar töflur við þessu? (Kannski bara getnaðarvarnarpillan :S )
Eníhá...
Gaman að heyra að allt gengur vel hjá þér :>
 
ER núna í hláturskasti þar sem ég sé fyrir mér mæður með börnin sín hangandi á sér í naflastrengjum....ætli öll föt væru þá með svona naflastrengjagötum hahahahhaha
 
aðvitað væru þau það. Og svo myndum við mæðurnar keppast við að bródara í kringum götin og fengjum svo samviskubit yfir því að vera ekki með flottustu bróderingarnar...
 
óli s
Gæti þetta verið sektarkend?
yfir hverju veit ég ekki , mæður í dag hugsa yfirleitt mjög vel um börnin sín og eru alltaf að gera eitthvað með þei og fyrir þau. Eini vandi, ef vanda skildi kalla er það að gleyma sjálfum sér og sínum þörfum og þegar börnin er orðin fullorðinn kemur tómarúm í lífi þeirra. Passaðu þig á því Heiðrún mín
 
óli s
heyrðu , þú kaupir bara íbúðina af óla!hún er næstum því í kjallara og í hlíðunum!
 
Já auðvita kaupirðu íbúðina, herbergi fyrir alla og rósir í garðinum:)
 
elsku Heiðrún mín þú ert æðisleg og mikið er ég þakklát vísindunum fyrir að leyfa mér að fylgjast með lífi þínu þó þú sért svona óralangt í burtu.
 
Hvað eru skammrif?
 
skammrif 1: stutt rifbein í kind (e-t af 4 fremstu rifjunum)
Skammrif 2: framhluti kindarskrokks
skammrifjabógur
það eru nú ákomin/farinñ skammrifin af deginum það er tekið að líða á daginn
þar fylgir böggull skammrifi þ.e. galli er á gjöf Njarðar, annmarki fylgir kostum
 
Skrifa ummæli



<< Home

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com