Djö, er ég tóm eitthvað. Veikindin sem komu á föstudaginn og ég hélt að ég hefði drekkt í rauðvíni á laugardaginn eru enn að hrjá mig. Samt er ég eiginlega ekki veik, bara slöpp, með bein- og hausverk og almennt slen og heilinn virkar bara alls ekki. Þá væri betra að vera bara almennilega veik og liggja í rúminu. En ég hangi hér og glápi á verkefnið mitt sem breytist ekkert, sama hvað ég horfi stíft á það. En samt held ég áfram að glápa á það. Teið hefur engan lækningarmátt, en er bragðgott, það gerir mér gott. Að teið sé bragðgott, það er að segja. Svo er líka gott að ég þarf bara að fara einu sinni enn í vinnuna, til að setja arftakann inn í starfið. Það eitt gefur mér meiri tíma til að geta horft á verkefnið á tölvuskjánum. Adnsk...hvað get ég gert? Ég get ekkert gert, verð bara að bíða og glápa og vona og trúa og treysta. Á sjálfa mig.