Steinsofnaði svoleiðis áðan, oná skólabók. Dreymdi að ég væri í heimsókn hjá Helgu Völu og Grími. Er búin að ákveða að það geti ekki verið fyrir neinu öðru en einhverju góðu. Kannski lærdómstörn.
Annars er ég alltaf að hugsa um lærdóminn. Hugsa um að ég ætti nú að fara að drullast til að gera eitthvað. Tvær vikur í afmælið hennar Elínar í dag og jafn langur tími í fyrstu skil hjá mér. Ég vil nú ekki taka svo djúpt í árinni að ég sé með allt niðrum mig, meira svona að ég sé rosalega ógyrt. Þarf að fara að safna saman lausum endum, og taka mig á, þetta er ekki svo mikið mál. Bara geraða!
En fyrst ætla ég að þurrka af og skúra, svo að blómin mín fallegu sem ég fékk áðan njóti sín sem best. Fara í sund með krakkana og passa mig á að fá ekkert samviskubit yfir því. Ég þoli ekki samviskubit, það er langtum verra en mýbit.