Obb bobb obb !!!!
þriðjudagur, júní 19, 2007
|
 
Suma daga finnst mér ég vera svo lítil og vanmáttug og bíð bara eftir því að einhver komi og bjargi mér. Aðra daga, get ég tekist á við allt í heiminum. Er róleg og yfirveguð, stór og sterk og enginn þarf að bjarga mér.

Lúsablésinn er að fara í hyttetur á morgun, svo dagurinn fer í lúsaþvott og kembingar. Það er ekki frýnilegt að senda hana af stað með lús í farteksinu, þá koma nefnilega allir hinir heim með svoleiðis líka.

Sérvitringurinn ætlar að halda afmæli í leikskólanum á föstudaginn, heima á sunnudaginn og svo förum við í bon bon land á sjálfan afmælisdaginn. Er að pæla í að spreyja handa honum gamalt ÞS hjól í afmælisgjöf, þó að hann vilji það alls ekki. Kannski tekur hann við því ef ég kaupi líka handa honum kappakstursbílastöffið sem hann er búinn að óska sér svo lengi.

Ég er hins vegar í alls konar pappírsstandi; senda og ljósrita og sækja um og segja upp, ekki alveg það skemmtilegasta, en nauðsynlegt.
 
Comments:
Mér finnst þú risastór og ógeðslega dugleg og ég veit að þú getur ALLT!! Þú ert búin að hlaupa maraþonið, það eru bara nokkrir metrar í markið, eða er það ekki annars??
 
Blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur. Súkkulaði út um allt, niður á kistu lekur........pointið er að where there is up, there is down.
 
jú jú, þetta er allt að koma, smá hnökrar stoppa mig ekki svo glatt. Nú er ég búin að fara svolítið niður, þá er bara málið að fara upp aftur...
 
Takk fyrir yndislega helgi...
ég var líka með sting í hjartanu mínu. Mér finnst gott að þú sért að koma heim, þó svo að það væri ekki nema til að losna undan þessum fjandans sting...
 
Skrifa ummæli



<< Home

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com