Obb bobb obb !!!!
miðvikudagur, mars 19, 2008
|
 
Þá er hún Lærke okkar komin. Hún ætlar að vera hjá okkur yfir páskana og gott betur en það. Eðlilega voru miklir fagnaðarfundir hjá vinkonunum sem hafa ekki sést frá því í desember og aumingja AG sem auðvitað var orðin heiftarlega smitaður af spenningi stóru systur, vissi ekkert hvernig hann átti að vera. Var búinn að hlakka svo mikið til að fá vinkonu sína, sem auðvitað er bara vinkona stóru systu, mátti svo varla vera með þeim og heldur ekki sofa í sama herbergi og þær.
Rétt fyrir háttatímann endaði þetta svo í alheimsdrama þar sem hann átti enga vini og það myndi aldrei koma neinn að heimsækja hann og heldur aldrei neinn gista. Voða var það sárt. Ég verð að fara að muna það að hann er ekkert lítill lengur. Þegar ÞS var jafngömul honum gisti hún um allar jarðir og dróg endalast af liði heim með sér. Mission "taka vini heim með AG" hefst um leið og frúin fer að vinna.

Annars er bara allt ágætt. Er að rembast við að leysa úr eigin sálarflækjum, samfara því að ég held friðinn á heimilinu. Það hlýtur að takast fyrir rest, hvoru tveggja.
 
Comments:
það tekst.
segðu syni þínum að bró tali oft um hvað hann hlakkar til að heimsækja arnald og gista hjá honum og hlusta á besta lagið hans ag, allt fyrir ástina!
gleðilega páska til ykkar allra.
lúv i
 
ohh, takk, ég skal skila því.
1000 kossar og góða helgi!
 
Hey - þetta er líka svona hjá Arnaldi svarta.. eða hvað hann var nú kallaður minns Arnaldur í Danaveldi. Ásta gistir og lætur gista en Arnaldur pípir um að hann fái aldrei að gista....

gaman annars að fá þig í partýið gamla.
 
Skrifa ummæli



<< Home

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com