Obb bobb obb !!!!
miðvikudagur, mars 12, 2008
|
 
ÞS stalst með köttinn í skólann í morgun.
Sagði að hann hefði laumast inn í skólatöskuna og bara hoppaðu upp úr, henni að óvörum, þegar hún var komin í skólann. Ég kaupi það svo sem ekki, en skil alveg að hún hafi viljað fara með köttinn með sér.
Öllu verra er að kennarinn hringdi í mig þegar ÞS og vitorðsmaður hennar, ÞP, voru búnar að vera klukkutíma á leiðinni "heim" aftur með kisu og bað mig að fara út að gá að þeim. Ég fann svo kattarþjófana með köttinn í fanginu ca. 3 metra frá skólalóðinni á leiðinni í áttina að skólanum. Ég veit ekki hvað þeim gekk til. Spurði ekkert. Varð hins vegar á að skammast verulega í þeim. Hef mér það reyndar til afsökunar að kennarinn skammaði mig og sagði mér að skamma þær. Og auðvitað svaraði dóttirin mér með fullum hálsi, eins og henni einni er lagið, sagði að ég skildi aldrei neitt. Sem er að mörgu leiti rétt. Stundum skil ég ekki hvaðan hún hefur þessa heift og ókurteisi. Ég skil ekki af hverju hún þarf svona mikið að rífast við mig. Skil ekki stjórnleysið.

En svo tók ég kisu og bar hana heim og sendi ÞS og kó með harði hendi og skömm aftur í skólann.
Síðan hefur bara ekkert til hennar spurst, sem er kannski ágætt, því ég veit ekkert hvernig ég á að taka á þessum hálfvitaskap.
Veit bara að ég þarf að ná í tauminn á henni og rykkja vel í. Þarf að ná stjórninni.
Vona að hún skili sér einhvertíma heim...

Efnisorð:

 
Comments:
Þetta er bara dásamlegt. Ég held að ég hefði bara skellihlegið að henni, tekið köttinn af henni og sagt henni að snauta í skólann..... En það er víst hennar hlutverk að vera óþekk og þitt hlutverk að skamma hana.... ce la vie...
 
Mér finnst þetta soldið fyndið. Hún bara þorir að framkvæma það sem allir aðrir krakkar vilja gera en hafa ekki kjark til að framkvæma!
 
óþekktaranginn atarna.... það hefur ekki reynst vel að rykkja í tauminn. Sú aðferð til tamninga hefur verið lögð niður. En kanski að það virki vel á börn... veit ekki?
 
Skrifa ummæli



<< Home

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com