Það rifjaðist upp fyrir mér í dag það sama og rifjast upp fyrir mér í hvert sinn sem ég fer út á línuskauta með krökkunu; þetta er gaman, verð að fara einhvertíma á fullorðins línuskauta...
Svo fór ég í sund eftir skautahlaupin. Brósi spurði mig með hneykslun hvort ég héldi að ég byggi í Kaliforníu...
Svo bauð ég öllu liðinu í indverskan kjúkling og hafði í hyggju að opna hvítvínsflöskuna sem er búin að vera að flækjast fyrir mér inni í ískáp undanfarið. En gleymdi því bara...