Arnaldur datt á andlitið og missti tvær tennur í gær. Ég var ekki heima, en þetta var víst mikill hasar sem endaði á slysó. Þorbjörg var líka mjög fúl yfir því að nú væru þau búin að missa jafn margar tennur. Og ég þarf heldur betur að fara í bankann fyrir tannálfinn. Sjálf fór ég á fund, það var ákaflega hressandi og uppbyggilegt. Gott, ég ætla að gera meira af því.
Svo er það að frétta að ég er með skelfilegar harðsperrur í kálfunum, örugglega út af því að ég fer upp sjö hæðir í stiganum á hverjum morgni. Ég ætla samt ekki að hætta því, frekar teygi ég þegar upp er komið. Annars er bara allt gott.