Stundum er löngunin svo mikil að líkaminn engist af þrá. Andadrátturinn verður ör, en þungur um leið og það er eins og þindin sé komin upp í háls.
...annars er svo sem allt gott, en mikið getur þetta verið hvimleitt.
Jú, annars, húsið sem ég vinn í nötrar í vindinum. Það er eins og sé stöðugur jarðskjálfti. kannski eru þessi líkamlegu einkenni bara sjóveiki, riða...