Obb bobb obb !!!!
föstudagur, september 19, 2008
|
 
...og ég eitt af því sem ég skil alls ekki er af hverju við eigum alltaf öll að vera eins. Og gera eins.
Í gær á foreldrafundi 5. bekkja Háteigsskóla var borin upp sú tillaga að banna börnunum að koma með svaladrykki í fernum, af því að það væri svo erfitt fyrir þau börn sem ekki kæmu með slíka drykki að horfa upp á bekkjafélagana þamba þetta í sig.
Í kjölfarið var ég alveg að fara að leggja til að banna öllum að hafa stöð tvö, af því að það er svo erfitt fyrir Þorbjörgu að geta ekki rætt um síðasta simpsonþátt. Hugsanlega væri nóg að banna börnunum að tala um dagskrá stöðvar tvö í skólanum.

Hvenær ætla þessir foreldrar að leyfa börnunum sínum að venjast því að við erum ekki öll eins. Og ekki eru allstaðar sömu gildi í hávegum höfð. Það sem má heima hjá mér er kannski alveg snar bannað hjá þér. Og kannski má borða cocopuffs heima hjá þér en það má bara á jólunum heima hjá mér. Það er bara allt í lagi og þannig á þetta að vera. Við eigum ekkert að vera öll steypt í sama form, alveg fyrir utan hvað það væri örugglega leiðinlegt ef við værum öll eins.
Að mínu mati er aldrei of snemmt að kenna börnunum að þekkja og njóta fjölbreytileikans sem lífið bíður upp á. Það er upplagt að nota svona svalafernudæmi til að brydda upp á umræðum um að sumir séu svona en aðrir öðruvísi. Að sinn sé siður í hverju landi og allt það. Samt ekki á þannig að við förum að búa til einhverja hópa; við og þau. Við, hvíta fólkið og þau, brúna fólkið. Við, íslendingarnir, þau útlendingarnir. Við í Reykjavík, þau úti á landi. Við í Hlíðunum, þau í Breiðholtinu. Heldur bara einfaldlega þannig að þau geti smátt og smátt áttað sig á því að við, ég og þú, erum öll ólík. Hvar sem við erum og hvernig sem við lítum út.
Ég veit að Þorbjörg skilur það alveg að ég ætla ekki að verða áskrifandi að stöð tvö, þó svo að hún sé alls ekkert ánægð með það. Og það er líka alveg í lagi, af því að við erum nefnilega ekki eins ég og hún.
 
Comments:
Litlir kassar og allir eins!
 
við sem erum eins

við sem erum öðruvísi


við flokkum öll og skilum

og erum öll í lit

;)
 
Hefur þú engar áhyggjur yfir því að stöðvar tvö leysið elti hana ekki uppi þegar hún vex úr grasi? Áttar þú þig á hversu alvarlegt þetta er??

Hlakka til að sjá þig næstu helgi mín kæra.
 
sagðir þú ekkert á þessum foreldrafundi?
Jóda
 
jú, ég sagði ýmislegt, en þegar var komið að svalaumræðunni fannst mér nóg komið svo ég þagði bara.
 
Skrifa ummæli



<< Home

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com