Ég plana nú ekki mikið langt fram í tímann, yfirleitt. En núna er ég búin að plana sumarbústaðarferð í lok október, búin að redda pössun og ég veit ekki hvað og hvað. En viti menn, árshátíðin er einmitt þessa helgi.
Hvaða lærdóm má draga af þessu?
Lifa bara í núinu og taka einn dag í einu.
Og svo auðvitað að vera sveigjanlegur, nú þarf ég að láta breyta árshátíðinni :)