Enn var skorað á mig.
En núna finnst mér ég allt í einu vera undir einhverri pressu. Finnst eins og ég þurfi að standast væntingar einhvers. Hvers?
Tvö mál bera hæst á heimili mínu þessa dagana, eða kannski þrjú ef operation
klárum páskaeggin ef talin með; facebook og spil.
ÞS spyr mig á hverjum degi hvort hún megi fá facebook. Og alltaf segi ég nei.
-já, en... það eru allir í bekknum með facebook!
-já, en... getum við ekki einu sinni sleppt því að fara eftir reglunum.
Bara í þetta eina sinn?
-já, en... það er allt í lagi, ég lofa að tala ekki við neinn sem ég þekki ekki!
-já, en... já, en... já, en...
Hitt málið er aðeins skemmtilegra þó vissulega sé það farið að reyna á þolrifin.
-mamma, viltu spila?
-mamma, erum við að fara að gera eitthvað skemmtilegt eftir skóla í dag? Eigum við kannski að spila?
-mamma, ertu vöknuð? Ég er búin að gefa!
-mamma, viltu spila?
-mamma, þú vilt aldrei leika við mig!
Mamman: jú víst vil ég það!
-ok, komdu þá að spila!