Obb bobb obb !!!!
miðvikudagur, september 30, 2009
|
 
Nú er ekki lítið að gerast í lífinu. Fyrsta skólaballið hjá 6. bekkjardísinni er í dag og spennan er að ná hámarki.
Við rukum í búðir í gær til að kaupa eitthvað neon-dót vegna þess að það er neonþema á ballinu og kosin verða neon-drottning og neon-kóngur. Blessuð stúlkan hafði eflaust séð það fyrir sér að allar búðir bæjarins væru fullar af neonlitum fötum í tilefni þessa merka dags því hún ætlaði bara aðeins að fara í Kringluna og kaupa sér neonföt fyrir ballið. Það var heldur aldrei neinn efi um það hvort hún gæti eða mætti kaupa sér föt. Það er greinilega bara eitthvað sem maður gerir fyrir böll í hennar huga. Enda ætti það með réttu að vera svoleiðis.
Mér tókst sem betur fer aðeins að tjónka við hana og fékk hana til að fallast á það að kaupa einhverjar vænar flíkur sem hún gæti notað líka eftir ballið og skreyta sig svo bara með alls konar neondóti. Sem var líka eins gott vegna þess að það voru engin neonföt í þeim búðunum sem við fórum í.
Draumurinn um að verða neondrottningin er orðinn svolítið fjarlægari í dag en í gær. En stúlkan er ánægð með svartar pokahnébuxur, gulan bol, spöng með neonslaufu, neon reimar í skóna og neon naglalakk. Það er svo mikið atriði að vera „töff“ (ég þekki ekki lingóið nógu vel, veit alla vega að það heitir ekki að vera „pæja“ eða „gella“) að ég er ansi smeyk um að ballið og hversu skemmtilegt verður á því standi algjörlega og falli með því hvernig hún kemur út í samanburði við hinar píurnar.
Úff, hvað ég hlakka til unglingsáranna...
 
Comments: Skrifa ummæli



<< Home

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com