Obb bobb obb !!!!
|
Mér líður eins og ég sé komin fram yfir síðasta söludag.
|
Ég er svo kvefuð í hausnum og brjóstinu. Það er svo erfitt að lesa undir próf þegar maður er svoleiðis og ég get ekkert hlaupið. Ég get ekki ákveðið hvort ég eigi bara að leggjast í rúmið og vera "veik" þangað til þetta klárast eða hvort ég eigi að rembast við að lesa. Hingað til hef ég lesið eins og ég hef getað, en það er ansi lítið og kvefið vill ekki láta mig vera, en ég hef ekki samvisku til að liggja bara og sníta mér og drekka te, því ég verð að lesa. Andskotans bölvað rugl bara. Finnst ég vera föst í horheimi sem ég kemmst ekki út úr. Hausinn virkar ekki og líkaminn slappast og buxurnar þrengjast...
|
Núna er ég í essinu mínu, að hlusta á lélega útvarpstónlist að undirbúa matarveislu...
|
Mig dreymdi ógeðslegan draum sem gerðist á sólaströnd. Þegar ég vaknaði var ég ekki ennþá búin að finna stúlkubarnið mitt sem grófst undir húsarústum eftir jarðskjálfta. Ef það var ekki nógu ógeðslegt, þá gat ég ómögulega munað hvað stúlkubarnið hét.
Ég hef ákveðið að ráða þetta á þessa leið: ég er búin að týna stúlkunni í sjálfri mér undir rústum eftir tilfinningajarðskjálfta og er svo lost að ég veit ekki einu sinni hvað ég heiti.
Annað fréttnæmt helst er að ég vaknaði með hausinn fullan af kvefi.
|
þetta er búinn að vera hinn undarlegasti dagur. Við erum varla búin að gera neitt. Samt er Þorbjörg búin að fara og taka á móti verðlaunum í "findufimmvillur" keppni á bókó, við erum svo búin að hjóla bæinn á enda til að fara í sundlaug sem er lokuð vegna endurbóta og þaðan í aðra sundlaug sem líka var lokuð vegna stutts opnunartíma. Enduðum loks á miljöfestival, sem var reyndar að syngja sitt síðasta en við mæðgur fengum hennaskraut á handabökin og klöppuðum kiðlingi. Ekkert slæmt svo sem en bara skrítið.
|
Mikið erum við mæðgur búnar að hlægja að halakörtubókinni sem Þorbjörg var lengi að velja sé á bókasafninu í gær. Þegar við komumst í það að lesa hana, fjallaði hún alls ekkert um halakörtur, heldur sáðfrumur!
|
Ég bjó mér til dýrindis morgunverð út grísku jógúrti, banana, epli og kíwí. Ví ví ví, hvað það var gott.
|
Ég er með ofnæmi fyrir rauðum lit, held ég. Alltsvo fæðuofnæmi. Ég verð líklega að hætta að naga vaxlitina. Það rifjaðist upp fyrir mér í dag hvað það er gott að hlaupa í rigningu.
|
Það er alltaf svo gott að koma heim. Alveg sama hvað það er gaman annar staðar í heiminum.
|
Nú er ég reglulega sjarmerandi. Með blöðrur á eyrunum, sólarexem á bringunni og vornæmi á fingrunum.
|
Mikið sé ég eftir að hafa öll sumur í bernsku, strítt brósa yfir sólbrenndum eyrum. Mér hefnis núna; ég er með eyrnablöðrur!
|

systur
|

sjálf
|

Sæta Regina Elgaard.
|

...þau eru komin!
|
Í gær þegar ég var að kyssa son minn góða nótt, spurði hann mig, eins og svo oft áður, hvort ég ætlaði ekki að sofa hjá honum. Nei, svaraði ég, og bætti því við að maður ætti bara að sofa einn í sínu rúmi. Þá leit hann reiðilega á mig og sagði: "nei, mamma, maður á ekki að sofa einn, Maður á að sofa saman". Magnað að barn sem ekki gerir greinamun á fýlupúkum, englum og karíusum og baktusum geti haft svona rétt fyrir sér!
|
Ég er að hugsa um að halda bara áfram þar sem frá var horfið í gær. Múhameð fær fleiri fjöll og öllum heimsins úlvöldum verður troðið í gegnum nálaraugu. Hér eftir verður ekki eina óoltna þúfu að sjá. Ó já...
|
Í dag ætla ég að vinna stórvirki. Senda fjallið til múhameðs, troða úlvalda í gegnum nálarauga og láta litla þúfu velta stóru hlassi. Einhvertíma seinna mun ég svo fara í að láta vatnið hola steininn, því að dagurinn í dag er til þess að gera allt sem er meiriháttar. Hann er góður.
|
|
Ég er í alveg svoleiðis gaaaargandi stuði í dag. Jíbbí gaman, gaman. Allt á fullu!
|
þegar svona er komið held ég að það sé best að skipta um gír, ja, kannski bara drif líka, venda kvæði sínu í kross og snúa sé að öðru. Ég ætla að skúra og taka til, lofta út, kaupa í matinn og baka pönnukökur.