Obb bobb obb !!!!
|
Ég er að lesa kenningar Harolds Bloom. Veit ekki alveg hvort okkar það er sem er snillingur. Hvað þá hvort okkar er hálfviti. Ég skil alla vega ekki baun!
|
Ég held ég verði bara að segja eins og hann Sverrir vinur minn; Dagurinn í dag er einn af góðu dögunum.
|
Mig dreymdi í nótt að það væri kominn nóvember og þegar ég vaknaði var ég svo sorgmædd af því að ég vissi ekkert hvort ég væri búin að eiga afmæli eða ekki.
En tónleikarnir voru góðir en þegar ég var búin að ganga í rúma klukkurstund með samferðafólki mínu og hinum 39.990 tónleikagestunum í áttina að bænum, gafst ég upp á félagslífinu og stakk af til að fá mér bollur. Þær voru góðar og entust fram á sunnudagskvöld.
|
Þetta er nú búinn að vera meiri aktion dagurinn. Mér tókst að uppfylla búningakröfur sonarinns. Hann var ninja turtles, spiderman, superman, batman og draugur. Það er nú ekki að spyrja að ofurmömmunni þegar kemur að öskudeigi. Þorbjörg var kattarkónur og börnin eru uppfull af bollum. Myndir koma seinna.
Kannski ég fái einhverja bollur í kvöld, það væri nú til að toppa daginn! Annars eru gestir á leiðinni og ég þarf að fara í einhver ótrúlega hlý spariföt af því að ég er að fara að standa úti í fimm tíma í kvöld og hlusta á tónleika. Jibbíkajei...
|
Jæja, þá er það komi á hreint. Ég kem til íslands 13. apríl og verð fram til 25. Börnin mín koma af sjálfsögðu með og allt verður svaka gaman auda...
|
Hmm, icelandexpress er eitthvað á móti vísakortunum okkar pabba, vill samþykkja hvorugt. Og ég sem ætlaði að deila gleðifréttum um komu okkar til íslands um páskana með ykkur...
Geri það þá bara aðeins seinna.
|
Ætli ég verði eitthvað hamingjusamari ef ég kaupi mér rafmagnstannbursta og nýjar sokkabuxur? Ég ætla að prófa...
|
Mikið eru kríur góðar. Þær eru jafnvel betri en íslensk kjötsúpa.
|
Sonur minn, þriggja og háfs árs, kann ekki að snýta sér og notar snuð. Spurning um að skella sér á foreldanámskeið einhvern daginn.
|
Bara af því að Jóda er svo mikil vinkona mín geri ég þetta:
4 störf sem ég hef unnið um ævinaHjá Olís í: Álfheimum, Ánanaustum, Á klöpp, við Háaleitisbraut, í Mjódd, í Garðabæ, í Hamraborg og ég man nú ekki svona í fljótu bragði eftir fleiri stöðvum, en líklega voru þær ein eða tvær í viðbót.
Borgey á Höfn; Síldarvetíð eins og Bubbi
Frosti í Súðavík, rækjupökkun og sjallin á Ísafirði um helgar.
Einu sinni vann ég eina helgi á Pítunni þegar hún var á Bergþórugötunni og fannst það svo mikið ógeð að ég vildi aldrei fara aftur.
4 kvikmyndir sem ég get horft á aftur og aftur(eða geri nauðug viljug)
Benedikt Búálfur
Vélmenni
Leitin að Nemó
Stikkfrí
4 staðir sem ég hef búið áBreiðholt
Miðbær
Hlíðar
Amager
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríumFísjóð
Gúlbaría
Ísland
Danmörk
4 síður sem ég skoða daglegablogg
Skólasíðan
Ástralíusían
og sjónverpsdagskráin??
4 bækur sem ég les oftOrðabækur (þó það skili sér nú ekki alltaf)
Skólabækur
Skólabækur Þorbjargar Sölku
Barnabækur
4 staðir sem ég vildi vera á núnaÍ kaffi hjá Jódu
Í kaffi hjá Stínu
Í mat hjá mömmu
Í mat hjá Óla bróður
4 sem ég skora á að gera þetta Guð almáttugur
Jesús kristur
Múhamed
Búddah
|
|
Nú stendur bíó- og skautaferð fyrir dyrum með Birgitte og Anna. Jeg glæder mig.
|
Púffff, var að koma úr mataboði. Mér reiknast svo til að ég er búin að vera að borða stanslaust í fjóra tíma, ef frá er talin ein stutt pissupása og ein ferð í eldhúsið með eitthvað fat sem þarfnaðist áfyllingar. Mmm hvað mér líður vel...illa...vel...illa...vel...verð að fara að æla!
|
Sparnaðarráð í boði Heiðrúnar og PAMA GØDRISGrjónagrauturSetjið 1 1/2 dl grødris og 2 dl vatn í þykkbotna pott og látið suðuna koma upp. Bætið við 5 dl af mjólk og sjóðið í tíu mínútur. Hrærið af og til. Setjið lok á pottinn og pakkið honum inn í dagblöð og leggið hann undir sæng í rúminu. Eftir hálfan annan tíma er grauturinn tilbúinn og aðeins eftir að bæta salti í eftir smekk. Svona helst grauturinn lengur heitur og engin hætta er á að hann brenni við. Þá er bara að bíða eftir að fréttablaðið fari að berast inn um lúguna, ókeypis í köben og byrja að spara. Kannski getur maður, ef tíminn er knappur, lagst uppí hjá pottinum og flýtt fyrir suðunni. Jafnvel fengið sér kæró til að spara enn meira af tíma og peningum. Hagsýnin verður að vera framar öllu.
|
Ég lenti í veðurofsa á leiðnni úr bíó í gærkveldi, losnaði við svolítið af kvefi í leiðinni. Annað er ekki markvert.
|
jej, ég held ég sé að verða frísk.
|
Oj, ég er að verða lasin...
|
Ég skil ekki alltaf hvernig orsök og afleiðing haldast í hendur. Kannski það að ég eigi tvö börn hafi eitthvað með það að gera. Ég vissi alveg þegar ég skilaði ritgerðinni í lok janúar að hún væri ekki góð, skilaði meira bara til að vera með, ekki endilega til að vinna. Vildi ekki hafa það á samviskunni að börnin myndu svelta bara af því að mamman nennti ekki að skrifa ritgerð. En samt fékk ég tár í augun þegar ég sá einkunnina mína. Af einhverjum völdum var ég alls ekki sátt við að fá bara sjö, þó ég hafi vitað fyrir fram að þetta var ekki ýkja merkilegur pappír. Af hverju í andskotanum hugsaði ég þá ekki út í það fyrr? Er mér ekki við bjargandi? Er ég ekkert annað en hálfviti þegar allt kemur til alls? Ég veit alveg að þetta hefði geta farið verr, ég hefði geta fengið sex eða "ikke beståed" eða jafnvel 03, hvað sem það nú þýðir.
Á leiðinni heim í sólinni, gróf ég risastóra holu í huganum en staðin fyrir að kasta mér ofan í hana þegar heim var komið og moka yfir, vippaði ég mér fimlega yfir hana. Settist við eldhúsborðið og fór að lesa. Kannski það sé enn smá von?
|

Séð með augum sonarinns!
|

Arnaldur Goði hugsar sig um
|

Þorbjörg Salka eldar kvöldmat
|

Rauð stígvél
|
Þetta er búin að vera hin skemmtilegasta helgi. Er samt með strengi frá hálsi niður alla hægri hendi og fram í fingurgóma. Merkilegur andskoti.
|
Ég mæli eindreigið með því að fólk fari í útilegu í stofunni sinni. Það er ákaflega skemmtilegt, get ég sagt ykkur. Ég gerði það í gærkveldi í tilefni af nýju rauðu kúrekastígvélunum mínum. Og í þessum stígvélum ætla ég að dansa í kvöld við stuðhljómsveitina Sixties með hresssssu fólki frá Hnífsdal og nágrannasveitum.
|
Þetta er nú meira ruglið! Núna ætti ég að vera skráð í alla þá kúrsa sem ég ætla að taka á þessari önn, vona bara að það haldi. Svo nú þarf ég að fara að fjárfesta í bókum, það er alltaf jafn skemmtilegt að gera það. Annars er bara voða lítið að frétta, krakkarnir eru samir við sig, ég í lægð og einmanaleika og svo er ég að fara á þorrablót á laugardag með Einari Óla, Birtu og 497 öðrum íslendingum.
|
Ég er með
sjálfsniðurrifsþunglyndisvott! Er það ekki annars örugglega til?
|
"Ó nei" sagði Arnaldur Goði og lyppaðist niður á gólf, yfirkomin af sorg, þegar Þorbjörg var lögð af stað í skólan. "Nú á ég enga stóru systu!"
|
Mikið svakalega langar mig að taka daginn með trukki. Best að reyna það.
|

Með þessu liði fór ég á snjóþotu í gær. Fann meira að segja lítið notaða bob-sleðabraut. Sat svo með góðum vinum fram á nótt og ræddi nauðsynjar.
Gott.
Gaman.
Notalegt.
|
Ég er svo löt eitthvað að ég er að drepast. Þarf ég eitthvað að gera annað en að borða og sofa? Er hægt að gera meiri kröfur til mín en það?
Ég held ekki.
Ég er sem sagt búin að fá útúr þremur prófum, fékk samtals 24.
Nikótíntyggjó er ekki mjög gott að mínu mati.
Ég ætla að elda kjúklingaleggi í kvellsmat og kannski að kaupa franskar með, það yrði þá að öllum líkindum hápunktur dagsins.
Djöfullinn, eru eingin takmörk fyrir hvað er leiðinlegt hjá mér?
Ástin er ennþá drullufúll pyttur sem ég er fegin að þurfa ekki að vaða.
|
En annars er ástin nú bara oft helvítis blóðsuga og ógeð!
|
Ég er alger sökker fyrir ástarsögum. Þó að ég kannski trúi ekki á hina einu, sönnu, stóru ást, trúi ég á einhverskonar ást. Ég trúi til dæmis að það sé hægt að elska tvo einstaklinga af ástríðu á sama tíma. Í langan tíma. Ég trúi líka að eftir því sem maður elskar meira/fleiri því meiri ást hefur maður að gefa og getur þar af leiðandi elskað fleiri. Ég sá
Brokeback Mountain í gær. Fannst hún falleg. Fannst líka
Same time next year vera falleg. Maður þarf ekki endilega að hitta þann/þá sem maður getur elskað mest og best í lífinu fyrst. Og hvað á maður þá að gera?
Ég veit ekki hvort nágrannar mínir séu mjög ástfanging. Hann hljómar alla vega oft eins og honum líði ekki alveg vel, hann æmtir, frekar en að hann stynji. En þau eru mjög dugleg við að sofa saman þessa dagana. Getur það verið mælikvarði á ást? Stundum vorkenni ég honum, manninum og geng þá út frá því að hann sé ekki einn í þessum ástarleikjum, af því að ég er svo mikill sökker fyrir ástarsögum. Og stundum vorkenni ég honum oft á dag. Mér finnst að hún eigi að vera aðeins betri við hann, kærastan svo hann fari að gefa frá sér önnur hljóð, lægri. En oftast er ég nú bara ánægð með það hvað þetta tekur fljótt af. Það getur engin til lengdar látið þjáningar nágranna sína lönd og leið.
|
Ég svaf yfir mig fyrsta skóladaginn. Æi, er það ekki bara allt í lagi? Ég var hvort er var ekki tilbúin að byrja í skólanum alveg strax. Svo er ég næstum búin að drepa öll blómin mín. Mig er farið að gruna að öll þessi fölnuðu lauf tákni dauða en ekki einhvern vetrarham, eins og ég er búin að reyna að telja mér trú um. Hvítu nærbuxurnar mínar og sparidúkinn litaði ég ljósblá/grá með náttfötunum mínum. Þannig að það má með sanni segja að lífið leiki í höndunum á mér.
|
Það lítur út fyrir að ég fái alla vega 75% námslánanna, en ég held ég þurfi að gera rótækar breytingar og endurskoða minn akademíska frama.
Ég er ekki tilbúin að byrja í skólanum á morgun.
Arnaldur er heima með hitavellu.
Þorbjörg er í skólanum.
Birta kemur á eftir uppfull af amerískum ástarsögum.
Ég ætla í bíó í kvöld.
Ég er ráðvillt.
Veit ekkert í minn haus.